Vellíðan og slökun – Fjölbreyttar og öðruvísi sánuheimsóknir.
Náttúrutenging – Skógar, kyrrð, göngur og ró.
Sánumenning – Lettnesk, eistnesk og finnsk sánumenning í einni ferð.
Gæðastundir – Lítill hópur og persónuleg tengsl.
Sánusafarí
9. - 17. maí 2026
Á átta dögum leiðum við þig í gegnum dýpri og lengri sánumeðferðir. Á sama tíma ferðumst við um borgir og þjóðgarða við Eystrasaltið. Ferðin sameinar sánumenningu, vellíðan, slökun, náttúru og lærdóm í litlum og nánum hópi.
Ríga – Sigulda – Haanja – Tallinn – Helsinki
Verð: 333.000 kr á mann miðað við að 2 deila herbergi.
Aðeins 10 pláss í ferðina. Lágmarksþátttakan - 8. Ef lágmarksþátttakan næst ekki, áskiljum við okkur rétt til þess að fella niður ferðina og ferðin endurgreidd að fullu.
Greiðsluskilmálar Staðfestingargjald er kr. 33.000 og tryggir bókun í ferð. Gjaldið er óafturkræft. Fullnaðargreiðsla skal berast 6 vikum fyrir brottför.
Hápunktar ferðar
Sánumeðferðir, námskeið og skógargöngur í Ziedlejas.
Meðferð í Mooska sem er svokölluð 'Smoke sauna’ sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Iglupark sánu upplifun með gusumeisturunum Leifi og Juru.
Kynning á sánumennningu í Finnlandi og heimsókn í Löyly Sauna, sem er ein frægasta sána heims.
Innifalið
Sánumeðferðir, sánugusur, námskeið, og göngur.
Átta nætur á sérvöldum gististöðum.
Morgunverður alla daga, tveir hádegisverðir, fimm kvöldmáltíðir m.a. á veitingastaðnum Milda sem hlaut Michelin stjörnu.
Persónuleg fararstjórn í umsjón Leifs og Juru.
Akstur með einkabílstjóra og ferja milli Tallins og Helsinkis.
Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjóra.
Ekki innifalið
Flug og ferðir til og frá flugvelli (Air Baltic flýgur til Ríga, en Icelandair og Finnair fljúga frá Helsinki).
Persónulegur kostnaður.
Viðbótarmáltíðir og drykkir.
Viðbótarupplifanir sem eru ekki sérstaklega nefndar í dagskrá.
Ferðatryggingar
Ferðalýsing
-
Velkomin til Ríga! Við hefjum ferðina kl. 15 í anddyrinu á Pullman hótelinu og innritum okkur á herbergin. Hótelið er sjarmerandi og nútímalegt fimm stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hægt er kíkja í heilsulindina og slaka á eða nýta frjálsann tíma og njóta borgarinnar. Kl. 18 hittumst við svo aftur í anddyrinu og röltum saman á Michelin stjörnu veitingastaðinn Milda þar sem við prófum lettneskann mat og eigum góða kvöldstund saman.
-
Um moguninn keyrum við með einkabílstjóranum okkar til bæjarins Sigulda. Þar skoðum við svæðið og heimsækjum meðal annars fornann kastala. Kl. 15 höldum við til Ziedlejas stutt frá og innritum okkur í ævintýraleg glerhýsi þar sem við munum gista þrjár nætur umvafin skóginum og fallegri náttúru. Hér fáum við tækifæri næstu daga til að fara í djúpar sánumeðferðir og læra. Hér gefst einnig tími til að njóta þess að ganga um skóginn, leigja hjól eða slaka á.
-
Sánumeðferðir, námskeið og skógargöngur í Ziedlejas.
Hér höldum við áfram að upplifa einstaka sánumenningu Lettlands, njótum hitans, lærum og öndum að okkur skógarloftinu. -
Við keyrum norður til þjóðgarðarins Haanja í Eistlandi, með sína ósnortnu náttúru. Haanja er frægur fyrir svokallaða reyksánumenningu (‘Smoke sauna’), en hún er á heimsminjaskrá Unesco. Þar fáum við einmitt að prófa þriggja tíma athöfn í Mooska sánu með Edu sem er þekkt í Eistlandi og víðar fyrir sínar djúpu sánumeðferðir. Við gistum á rómantísku hóteli, Ööbikuoru Villa sem er lítið og sætt hótel í Rõuge.
-
Rólegur morgunn þar sem við skoðum Rõuge, förum í gönguferð og njótum kyrrðar í náttúrunni áður en við höldum til Tallinn daginn eftir.
-
Við keyrum til Tallins og gefum okkur tíma til að skoða borgina og fræga gamla bæinn. Um kvöldið förum við í Iglupark til að njóta sánu með sinn sérstaka karakter. Gistum á Merchant's House Hotel.
-
Við byrjum daginn snemma og tökum ferjuna til Helsinki. Í Helsinki förum við í borgarskoðun og njótum menningar og andrúmslofts borgarinnar. Um kvöldið förum við í Löyly Sauna, eina frægustu opinberu sánu heims, og lokum deginum á góðum finnskum veitingastað. Gistum á Clarion Hotel Mestari.
-
Síðasti morgumaturinn saman og kveðjustund.
Hægt að framlengja dvöl í Helsinki og við getum hjálpað að bóka auka nótt á hóteli.
Af hverju að velja þessa ferð
Fámennur 10 manna hópur með 2 fararstjórum, sem tryggja persónulega þjónustu og einstaka upplifun.
Þessi ferð er hönnuð fyrir þá sem vilja slaka á, tengjast náttúrunni og kynnast einstökum sánuhefðum Eystrasaltsríkjanna og Finnlands. Hér færð þú tækifæri til að upplifa sánumenningu í þremur ólíkum löndum - Lettlandi, Eistlandi og Finnlandi.
Þetta er ferð þar sem líkami og hugur fá að hvílast, endurnærast og njóta.
Bókanir sendast á info@viamagica.is
Eða með því að fylla út formið hérna
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 33.000 inn á reikning 0133-26-019771 kt. 5303250750
Leifur Wilberg Orrason er menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er ýmislegt til lista lagt. Með sinni skapandi vinnu hefur hann einnig kennt jóga og haldið sánagusur í Sækoti. Hann er einnig nemandi á heilsunuddbraut í FÁ og hefur mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur dekri, heilsu og skemmtilegum upplifunum. Leifur hefur verið leiðsögumaður í hvalaskoðun og hefur mikinn áhuga á náttúrunni, finnst gaman að fara í fjallgöngur, ferðast á óvenjulega staði og er það forvitnin sem drífur hann áfram. Hann elskar að stíga út fyrir rammann og er óhræddur að lenda í ýmsu veseni og ævintýrum.
Fararstjórar
Jura Akuceviciute er sána unnandi af lífi og sál og hefur stundað gufuböð í nokkurn tíma þangað til loksins tók hún skrefið til að verða gusumeistari og deila þessari ástríðu sinni með öðrum. Nýlega var hún í Litháen, heimalandinu sínu, til að kynnast sánu menningu þar uppá nýtt, þar sem þessi fallega hefð hefur verið iðkuð um aldir. Jura starfar sem leiðsögumaður, bókmenntaþýðandi, kennari og er að klára markþjálfanám hjá Profectus. Henni finnst fátt skemmtilegra en að ferðast, kanna nýjar slóðir og kynnast ólíkum menningarheimum. Hún er alltaf til í ævintýri og langþráður draumur er að deila þessari ástríðu með öðrum.

