Ferðaskilmálar og skyldur

Eftirfarandi skilmálar gilda í ferðum á vegum Via Magica ehf.

Bókanir

Bókanir á ferðum skulu fara fram á netfanginu info@viamagica.is þar sem tiltekið er um hvaða ferð er að ræða, kennitölu greiðanda og/eða kennitölur annara farþega sem bókað er fyrir.

Í framhaldi er útbúinn reikningur fyrir staðfestingargjaldi og telst sæti bókað þegar sá reikningur er greiddur að fullu.

Sendur er út annar reikningur fyrir lokagreiðslu ferðar og þarf hann að vera greiddur 4 vikum fyrir brottför.

Afbókanir

Farþega er heimilt að afbóka ferð vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika (force major) sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar hafi stjórnvöld gefið út ferðaviðvaranir á svæðum sem ferð tekur til. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Farþega er heimilt að afturkalla ferðapöntun, án kostnaðar, sé það gert innan 5 daga frá því að pöntun var gerð enda séu að lágmarki 5 vikur í brottför. Að þeim tíma liðnum er bókun bindandi og lýtur skilmálum um afbókanir.

  • Ferð afpöntuð 46 dögum eða meira fyrir brottför: Ferðaskrifstofan heldur eftir staðfestingargjaldinu.

  • Ferð afpöntuð 15–45 dögum fyrir brottför: Ferðaskrifstofan heldur eftir 50% af verði ferðar.

  • Ferð afpöntuð 8–14 dögum fyrir brottför: Ferðaskrifstofan heldur eftir 75% af verði ferðarinnar.

  • Ferð afpöntuð 7 dögum eða minna fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

Staðfestingargjöld eru óendurgreiðanleg nema að Via Magica ehf. felli ferð niður.

Breytingar eða niðurfellingar ferða

Via Magica ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð vegna lítillar þátttöku eða utanaðkomandi aðstæðna. Ef svo gerist fæst ferðin endurgreidd að fullu, þar með talið staðfestingargjald.

Verð og verðbreytingar

Uppgefin verð Via Magica miða við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð eða þegar ferð er auglýst og kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri af eftirfarandi verðmyndunarþáttum:

  • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.

  • Verulegum gengisbreytingum á gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð.

Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum breytingum ef 20 dagar eða minna eru í ferð.

Via Magica ehf áskilja sér jafnframt rétt til að leiðrétta villur varðandi verð sem kunna að leynast í bókunarkerfi, bæklingum, auglýsingum eða á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.

Tryggingar og skyldur farþega

Farþegar skulu ávallt fylgja þeim fyrirmælum og leiðbeiningum sem fararstjórar á vegum Via Magica ehf. útdeila. Þeim ber skylda að stofna hvorki sér né öðrum í hættu.

Via Magica ehf. tryggir ekki útbúnað farþega og ferðast þeir ávallt á sinni eigin ábyrgð. Vakin skal athygli á því að tryggingarfélög bjóða upp á ferða- og slysatryggingar sem gott er að skoða og kynna sér.