Ævintýraferð til Marokkó

Snæviþakin fjöll, eyðimörk og litrík Marrakech

Láttu drauminn um Norður-Afríku rætast á þessari 7-náttaferð undir leiðsögn marokkóska leiðsögumannsins Abdu Oukioud, sem var tilnefndur til Wanderlust World Guide verðlaunanna 2018, og íslensks fararstjóra.

Hápunktar ferðar

  • Marrakech – menning, basarar, hammam og tónlist.

  • Gönguferð í Há-Atlasfjöllum og heimsókn í falleg þorp þar sem verður gist hjá heimafólki.

  • Skoðunarferð til Ait Benhaddou, þorpsins þar sem Game of Thrones, Gladiator og fleiri kvikmyndir voru teknar upp.

  • Ganga um töfrandi Todra gljúfur, eitt af hæstu og glæsilegustu gljúfrum í Marokkó.

  • Sahara eyðimörkin, ferð á úlföldum og nótt í tjöldum undir stjörnubjörtum himni.

  • Heimsókn í Atlas studios sem er eitt af stærstu kvikmyndaverum heims.

  • Matargerðar- og menningarupplifanir – lærðu að elda tagine, smakka Medfouna „eyðimerkurpítsu“ og njóttu gnawa-tónlistar.

    Innifalið

  • Sjö nætur á sérvöldum gististöðum

  • Morgunverður alla daga, sex kvöldmáltíðir, tvær hádegisverðir

  • Leiðsögn af reyndum marokkóskum leiðsögumanni Abdu Oukioud (tilnefndur til Wanderlust World Guide verðlaunanna 2018) og íslenskum fararstjóra.

  • Akstur með einkabílstjóra alla ferðina

Ekki innifalið

  • Flug og ferðir til og frá flugvelli

  • Persónulegur kostnaður

  • Viðbótarmáltíðir og drykkir

  • Tryggingar

  • Skoðunarferðir og viðbótarupplifanir sem eru ekki sérstaklega nefndar í dagskrá

  • Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjóra 

Why Book This Adventure

  • Comprehensive Iceland Experience: Explore the best of Iceland, from volcanic islands and waterfalls to glaciers, fjords, and lava fields.

  • Small-Group Adventure: Maximum of 12 guests ensures personalized attention, flexibility, and a more intimate experience.

  • Expert Local Guide: Benefit from a knowledgeable driver-guide who shares insider tips, history, and fascinating folklore.

  • Unique Activities & Experiences: Soak in geothermal pools, take an amphibian boat tour on a glacier lagoon, and hike iconic volcanoes.

  • Comfortable Accommodation & Meals: Stay in carefully selected hotels or guesthouses with private bathrooms and enjoy included breakfasts, select lunches, and dinner.

  • Spectacular Photo Opportunities: From puffin cliffs and black sand beaches to towering waterfalls and volcanic landscapes, capture Iceland’s most iconic scenes.

    Seamless Itinerary: All logistics handled—from ferries to hot springs—so you can relax and fully enjoy the journey

Book your Scenic Iceland tour today and explore one of Iceland’s most remote and breathtaking regions!

Ferðalýsing

  • Koma sér fyrir í riad-hóteli á medína svæðinu. Um kvöldið bíður okkar móttöku drykkur og menningarlegt sýningaratriði á Chez Ali, með hefðbundinni tónlist, þjóðlögum og hestaatriðum.


  • Ekið er til þorpsins Imlil í Há-Atlas fjöllunum og gengið í ca. klst. til Aroumd, þar sem gist verður í skemmtilegri fjallagistingu. Aroumd er lítið fjallaþorp í Há-Atlas fjöllum og þar verður boðið upp á heimalagaðan mat og hægt að njóta stórkostlegs útsýnis. Þann dag er valfrjáls ganga að helgastaðnum Sidi Chamharouch.


    Innifalin máltíð: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur

  • Yfir Tizi n’Tichka-fjallveginn til Ait Benhaddou, leirþorps(Ksar) sem er mjög gott dæmi um arkitektúr í suður Marokkó. Þetta þorp er á UNESCO heimsminjaskrá og einnig ýmsar kvikmyndir voru teknar upp þar s.s. Gladiator og Odyssey sem var einnig tekin upp á Íslandi. Eftir að hafa skoðað þorpið er val um eldamennsku námskeið eða heimsókn í Berba-teppaverkstæði.


    Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur

  • Farið er í gegnum Dal Þúsund Kasbah (marokkóskt virki) til Todra-gljúfurs, þar hefur áin Todra grafið sig í gegnum kalkstein um aldir. Gljúfrið eru með risavöxnum klettaveggjum sem gnæfa yfir 400 metra hæð og eru yfir fimm sinnum hærri en Hallgrímskirkja í Reykjavík. Eftir gönguferð og hádegismatverður farið á úlföldum á útsýnisgöngu í eyðimörkinni og gist verður þar í tjöldum undir stjörnu björtum himni.


    Innifalin máltíð: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur

  • Njóttu dagsins í Merzouga sem er lítið eyðimerkurþorp í Marokkó og býður upp á fullkomið skjól frá hraða og amstri hversdagslífsins. Þorpið stendur á jaðri Sahara-eyðimerkurinnar og er umlukið stórbrotnum sandöldum sem bjóða upp á kyrrð, fegurð og ógleymanlega upplifun. Valfrjáls er heimsókn til Gnawa tónlistarhóps.

    Hádegismatur: Medfouna – berba „eyðimerkurpítsa“ með marokkósku myntutei.
    Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur

  • Ekið er í gegnum fallegan Draa-dal til Ouarzazate sem ersögufræg borg og er meðal vinsælustu áfangastaða í Marokkó — sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þar eru meðal annars Atlas-kvikmyndaverin, þar sem gestir geta skoðað kvikmyndasett í miðri eyðimörkinni.Kvikmyndir eins og Gladiator og þættir eins og Game of Thrones voru teknar upp þar.


    Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur

  • Komið aftur til Marrakech til að njóta borgarinnar. Hægt að slaka á í hefðbundnum hammam eða skoða medínuna áður en ferðin endar á hátíðlegum kveðjukvöldverði með hópnum.


    Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur

  • Njóttu síðustu morgunstundarinnar í litríku basarunum til að versla síðustu gjafir eða taka myndir.

    Innifalin máltíð: Morgunmatur