Ævintýraferð til Marokkó
Snæviþakin fjöll, eyðimörk og litrík Marrakech
Láttu drauminn um Norður-Afríku rætast á þessari 7-náttaferð undir leiðsögn marokkóska leiðsögumannsins Abdu Oukioud, sem var tilnefndur til Wanderlust World Guide verðlaunanna 2018, og íslensks fararstjóra.
Hápunktar ferðar
Marrakech – menning, basarar, hammam og tónlist.
Gönguferð í Há-Atlasfjöllum og heimsókn í falleg þorp þar sem verður gist hjá heimafólki.
Skoðunarferð til Ait Benhaddou, þorpsins þar sem Game of Thrones, Gladiator og fleiri kvikmyndir voru teknar upp.
Ganga um töfrandi Todra gljúfur, eitt af hæstu og glæsilegustu gljúfrum í Marokkó.
Sahara eyðimörkin, ferð á úlföldum og nótt í tjöldum undir stjörnubjörtum himni.
Heimsókn í Atlas studios sem er eitt af stærstu kvikmyndaverum heims..
Matargerðar- og menningarupplifanir – þú getur valið að læra að elda tagine, bragða á Medfouna „eyðimerkurpítsu“, heimsækja berba teppa verksmiðju og njóta gnawa-tónlistar.
Innifalið
Sjö nætur á sérvöldum gististöðum
Morgunverður alla daga, fimm kvöldmáltíðir, tveir hádegisverðir
Leiðsögn af reyndum marokkóskum leiðsögumanni Abdu Oukioud (tilnefndur til Wanderlust World Guide verðlaunanna 2018) og íslenskum fararstjóra.
Akstur með einkabílstjóra alla ferðina
Ekki innifalið
Flug og ferðir til og frá flugvelli
Persónulegur kostnaður
Viðbótarmáltíðir og drykkir
Tryggingar
Skoðunarferðir og viðbótarupplifanir sem eru ekki sérstaklega nefndar í dagskrá
Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjóra
Ferðalýsing
-
Koma sér fyrir í riad-hóteli á medína svæðinu. Um kvöldið bíður okkar móttöku drykkur og menningarlegt sýningaratriði á Chez Ali, með hefðbundinni tónlist, þjóðlögum og hestaatriðum.Umhverfið minnir á sögurnar úr Þúsund og einni nótt – milli keisarahallar og tjaldabúða.
-
Ekið er til þorpsins Imlil í Há-Atlas fjöllunum og gengið í ca. klst. til Aroumd, sem er lítið fjallaþorp í Há-Atlas fjöllum sem stendur á klettasyllu og þaðan er stórbrotið útsýni yfir fjöllin. og einstaka innsýn í hefðbundna menningu Amazigh (Berba). Þar verður gist í skemmtilegri fjallagistingu og boðið verður upp áheimalagaðan mat. Þann dag er valfrjáls að fara í fógurra tíma göngu að helga staðnum Sidi Chamharouch.
Innifalin máltíð: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur -
Ekið verður yfir hæsta fjallaskarð Marókko, Tizi n’Tichka (2260 m.y.s.) til Ait Benhaddou, leirþorps (Ksar) sem er ein af þekktustu byggingum Marokkó, hefur lítið breyst síðan á 11. Öld og er á UNESCO heimsminjaskrá. Þorpið var áður mikilvægur áningarstaður fyrir karavanir sem fluttu salt yfir Sahara-eyðimörkina og komu til baka með gull, fílabein og þræla. Kannastu við útsýnið? Hér hafa verið teknar upp kvikmyndir á borð við Lawrence of Arabia, Game of Thrones og Gladiator og Odyssey sem var einnig tekin upp á Íslandi!
Farið verður í göngu um þröng stræti gamlabæjarins uppá hæðartopp með stórbrotnu útsýni.
Eftir að hafa skoðað þorpið hægt er að velja að kíkja á kúskús- og tagine-matreiðslusýningu eða fara í heimsókn í Berbakvenna verksmiðju og fræðast um hina fornu Berbateppi sem á sér yfir 4000 ára sögu.
Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur -
Verður vaknað snemma til að sjá sólarupprásina og svo haldið er til Todra-gljúfurs, þar hefur áin Todra grafið sig í gegnum kalkstein um aldir. Gljúfrið eru með risavöxnum klettaveggjum sem gnæfa yfir 400 metra hæð og eru yfir fimm sinnum hærri en Hallgrímskirkja í Reykjavík. Eftir gönguferð og hádegismatverður keyrt í gegnum Dal Þúsund Kasbah (marokkóskt virki) til að heimsækja Ksar Elkhorbat og berbasafn. Í lok dags bíður ferðalag á úlföldum í eyðimörkinni og gist verður þar í tjöldum undir stjörnu björtum himni.
Innifalin máltíð: Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur -
Njóttu dagsins í Merzouga sem er lítið eyðimerkurþorp í Marokkó og býður upp á fullkomið skjól frá hraða og amstri hversdagslífsins. Þorpið stendur á jaðri Sahara-eyðimerkurinnar og er umlukið stórbrotnum sandöldum sem bjóða upp á kyrrð, fegurð og ógleymanlega upplifun. Valfrjáls er heimsókn til Gnawa tónlistarhóps. Gnawa-tónlist er tónlist og taktform sem komið var frá Vestur-Afríku á 16.–17. öld af Hausa-, Fulani- og Bambara-ættbálkum.
Í hádegismat er mælt með að smakka Medfouna – berba „eyðimerkurpítsa“ með marokkósku myntutei.
Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur -
Ekið er í gegnum fallegan Draa-dal til Ouarzazate sem er sögufræg borg og er meðal vinsælustu áfangastaða í Marokkó sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þar eru meðal annars Atlas-kvikmyndaverin, þar sem gestir geta skoðað kvikmyndasett í miðri eyðimörkinni.Kvikmyndir eins og Gladiator og þættir eins og Game of Thrones voru teknar upp þar.
Innifalin máltíð: Morgunmatur, kvöldmatur -
Komið aftur til Marrakech til að njóta borgarinnar. Hægt að slaka á í hefðbundnum hammam eða skoða medínuna áður en hópurinn hittist, fagnar og skálar fyrir góðri ferð.
Innifalin máltíð: Morgunmatur. -
Njóttu síðustu morgunstundarinnar í litríku basarunum til að versla síðustu gjafir eða taka myndir.
Innifalin máltíð: Morgunmatur
Af hverju að velja þessa ferð
Fámennur hópur með 8-12 mans og 2 fararstjórum, sem tryggja persónulega þjónustu og einstaka upplifun.
Upplifa stórkostlegt landslag eyðimerkur og fjalla, náttúrufegurð og ævintýri
Fá innsýn í menningu og lífshætti Berba, smakka Marokkoska matargerð, upplifa litríka markaði.
Ljósmyndatækifæri á hverju skrefi íslenskur fararstjóri sem er alltaf til staðar jafnvel til að aðstoða við myndatöku, fullkomið fyrir Instagram og minningar sem endast!.
Fá persónulega þjónustu frá einum af bestu leiðsögumönnum Marokkó
Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan og við verðum í sambandi eins fljótt og við getum

